Ráðstefna um vinnumansal á Íslandi
Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins standa saman að ráðstefnu með málstofum, um vinnumansal á Íslandi, í Hörpu þann 26. september nk. Ekkert kostar inn á ráðstefnuna en mikilvægt er að skrá sig til leiks.
Fyrir hádegi eru erindi og pallborðsumræður og þá boðið upp á túlkun. Eftir hádegi eru málstofur og í sumum þeirra er túlkun í boði.
Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa snertingu við málaflokkinn sem og öðrum áhugasömum.
Skráning er hafin og má gera það hér ásamt því að finna nánari upplýsingarum dagskrá.
Undanfarin misseri hafa komið upp á yfirborðið nokkur mál á íslenskum vinnumarkaði sem sýna að vinnumansal þrífst í íslensku samfélagi.
Hver er ábyrgð samfélagsins og hvernig getum við komið í veg fyrir vinnumansal? Hvernig gengur okkur að vernda þolendur vinnumansals?