Hoppa í meginmál
Atvinna

Að stofna fyrirtæki

Að stofna fyrirtæki á Íslandi er tiltölulega einfalt en mikilvægt að velja rétt rekstrarform fyrir fyrirtækið.

EES/EFTA ríkisborgarar mega stofna fyrirtæki á Íslandi.

Að stofna fyrirtæki

Það er tiltölulega einfalt að stofna fyrirtæki á Íslandi. Mikilvægt er þó að rekstrarform rekstrarins henti starfsemi félagsins.

Þeir sem stofna fyrirtæki á Íslandi þurfa að hafa kennitölu.

Dæmi um rekstrarform á fyrirtækjum:

  • Einstaklingsfyrirtæki/firma

  • Hlutafélög/opinber hlutafélög/einkahlutafélög

  • Samvinnufélög

  • Sameignarfélög

  • Sjálfseignarstofnanir

Ítarlegar upplýsingar um stofnun fyrirtækja er að finna á island.is.

Að stofna fyrirtæki sem erlendur ríkisborgari

Fólk frá EES/EFTA svæðinu getur stofnað fyrirtæki á Íslandi.

Algengt er að erlendir ríkisborgarar stofni útibú hlutafélags á Íslandi. Einnig er hægt að stofna sjálfstætt fyrirtæki (dótturfyrirtæki) á Íslandi eða kaupa hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum, þó gilda aðrar reglur um þau fyrirtæki sem stunda viðskipti tengd sjávarútvegi og fiskvinnslu.

Íslensk fyrirtækjalög eru í samræmi við kröfur fyrirtækjalaga Evrópska efnahagssvæðisins og þar af leiðandi einnig við lög ESB.

Að stofna fyrirtæki á Íslandi – Hagnýtur leiðarvísir

Fjarvinna á Íslandi

Langtímavegabréfsáritun vegna fjarvinnu veitir heimild til dvalar á Íslandi í 90 til 180 daga í þeim tilgangi að stunda héðan fjarvinnu.

Hægt er að fá langtímavegabréfsáritun fyrir fjarvinnu fyrir þá sem:

  • eru frá landi utan EES/EFTA
  • þurfa ekki vegabréfsáritun til að komast inn á Schengen-svæðið
  • hafa ekki fengið langtímavegabréfsáritun undanfarna tólf mánuði frá íslenskum yfirvöldum
  • ætla sér ekki að setjast að á Íslandi
  • geta sýnt fram á erlendar tekjur upp á 1.000.000 krónur á mánuði eða 1.300.000 krónur ef einnig er sótt um fyrir maka eða sambúðarmaka
  • hafa þann tilgang að vinna fjarri Íslandi, hvort sem þeir eru
    – starfsmaður erlends fyrirtækis eða
    – sjálfstætt starfandi launþegi.

Frekari upplýsingar má finna hér.

Algengar spurningar um vegabréfsáritun fyrir fjarvinnu (eingöngu á ensku)

Lögfræðiaðstoð

Nokkrir aðilar bjóða upp á gjaldfrjálsa lögfræðiaðstoð.

Hægt er að lesa um ókeypis lögfræðiaðstoð hér.

Gagnlegir hlekkir