Hoppa í meginmál
Menntun

Grunnskóli

Grunnskóli er annað stig menntakerfisins á Íslandi og er rekinn af menntamálayfirvöldum sveitarfélaganna. Foreldrar skrá börn í grunnskóla í því sveitarfélagi þar sem þau eiga lögheimili og grunnskólinn er gjaldfrjáls.

Venjulega eru engir biðlistar í grunnskóla. Undantekningar geta verið í stærri sveitarfélögum þar sem foreldrar geta valið á milli skóla í mismunandi hverfum.

Hægt er að lesa um grunnskóla á Íslandi á vef island.is.

 

Skyldunám

Foreldrum er skylt að skrá börn sín sem eru á aldrinum 6-16 ára, í grunnskóla, en þar er mætingarskylda. Foreldrar bera ábyrgð á mætingu barna sinna og eru hvattir til að vera í góðu sambandi við kennara varðandi þátttöku barna sinna í náminu almennt.

Skyldunám á Íslandi skiptist í þrjú stig:

  1. til 4. bekkur (börn á aldrinum 6 – 9 ára)
  2. til 7. bekkur (börn á aldrinum 10 – 12 ára)
  3. til 10. bekkur (unglingar á aldrinum 13 – 15 ára)

Skráningareyðublöð og nánari upplýsingar um grunnskóla í hverju sveitarfélagi, má finna á heimasíðum flestra grunnskólanna eða á heimasíðu viðkomandi sveitarfélags. Eyðublöð, upplýsingar og aðstoð er einnig að finna með því að hafa beint samband við stjórnendur grunnskólanna.

Stundaskrár

Grunnskólar eru einsetnir í dag, þ.e.a.s. þá er ekki hluti nemenda fyrir hádegi og hluti eftir hádegi eins og var hér áður fyrr. Nemendur fá hádegishléi og frímínútur reglulega. Skólarnir eru starfræktir að lágmarki níu mánuði á ári, í 180 skóladaga. Gert er ráð fyrir fríum (t.d. um jól og páska), starfsdögum og foreldraviðtölum.

Námsaðstoð

Börn og unglingar sem eiga við námsörðugleika að stríða af völdum fötlunar, félagslegra, andlegra eða tilfinningalegra vandamála eiga rétt á sérstakri námsaðstoð.

Hér má finna frekari upplýsingar um menntun fyrir fatlað fólk.

Frekari upplýsingar um grunnskóla

Frekari upplýsingar um grunnskóla á Íslandi má finna hér á island.is, í grunnskólalögum og í aðalnámskrá grunnskóla.

Gagnlegir hlekkir

Foreldrar bera ábyrgð á mætingu barna sinna og eru hvattir til að vera í góðu sambandi við kennara varðandi þátttöku barna sinna í náminu almennt.