Hoppa í meginmál
Persónuleg málefni

Hinsegin

Hinsegin hafa sama rétt og allir aðrir til að skrá sig í sambúð.

Hinsegin sem eru í hjúskap eða skráðri sambúð mega ættleiða börn eða eignast börn með tæknifrjóvgun að uppfylltum þeim almennum skilyrðum sem gilda um ættleiðingu barna. Þau hafa sama rétt og aðrir foreldrar.

Samtökin '78 - Hagsmunasamtök alls hinsegin fólks

Samtökin ’78 eru landssamtök, hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks. Tilgangur þeirra er að tryggja að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, eikynhneigðir, pankynhneigðir, intersex, trans fólk og annað hinsegin fólk sé sýnilegt, viðurkennt og njóti fullra réttinda í íslensku samfélagi, óháð uppruna.

Samtökin bjóða upp á kynningar, vinnustofur og þjálfunaráætlanir fyrir skólahópa, fagfólk, vinnustaði og aðrar stofnanir. Þau bjóða einnig upp á ókeypis félagslega ráðgjöf fyrir hinsegin fólk, fjölskyldur þeirra sem og fagfólk. Ráðgjöfin er ókeypis og algjört trúnaðarmál. Að auki er boðið upp á ókeypis lögfræðiaðstoð um réttindi hinsegin fólks.

Jafnrétti

Myndbandið er búið til af Amnesty International á Íslandi og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fleiri myndbönd má finna hér.

 

Gagnlegir hlekkir

Það eru bara ein hjúskaparlög á Íslandi og gilda þau jafnt um alla sem eru í hjúskap.