Hoppa í meginmál
Ekki frá EES / EFTA svæðinu

Fjölskyldu- meðlimur á Íslandi

Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar er veitt nánustu ættingjum einstaklings sem er búsettur á Íslandi.

Skilyrði og réttindi sem fylgja dvalarleyfum vegna fjölskyldusameiningar geta verið mismunandi eftir því hvers konar dvalarleyfi er verið að sækja um.

Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar

Dvalarleyfi fyrir maka er fyrir einstakling sem ætlar að flytja til Íslands til að búa með maka sínum hér á landi. Leyfið má veita á grundvelli hjónabands eða sambúðar. Orðið maki nær bæði yfir hjúskaparmaka og sambúðarmaka.

Dvalarleyfi fyrir börn er veitt í þeim tilgangi að börn geti sameinast foreldrum sínum hér á landi. Í skilningi útlendingalaga er einstaklingur barn ef viðkomandi er undir 18 ára aldri og ekki í hjúskap.

Dvalarleyfið fyrir 67+ er veitt einstaklingi sem er 67 ára eða eldri og á uppkomið barn hér á landi sem hann vill sameinast.

Dvalarleyfi fyrir foreldri barna yngri en 18 ára er veitt forsjárforeldri barns, sem er yngra en 18 ára og búsett á Íslandi, ef það er nauðsynlegt annaðhvort

  • til að viðhalda umgengni foreldris við barn sitt eða

  • til þess að íslenskt barn getið búið áfram hér á landi.

Fjölskyldusameining fyrir flóttamenn

Upplýsingar um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar fyrir flóttamenn má finna á heimasíðu Rauða krossins.

Gagnlegir hlekkir

Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar er veitt nánustu ættingjum einstaklings sem er búsettur á Íslandi.