Ég er frá EES/EFTA svæðinu - Almennar upplýsingar
EES/EFTA ríkisborgarar eru þeir sem hafa ríkisborgararétt í einu af aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB) eða Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA).
Ríkisborgari EES/EFTA-ríkis getur dvalið og starfað á Íslandi án þess að skrá lögheimili í allt að þrjá mánuði frá komu til landsins eða dvalið í allt að sex mánuði í atvinnuleit.
EEA / EFTA aðildarríki
Aðildarríki EES/EFTA eru eftirfarandi:
Austurríki, Belgía, Búlgaría, Króatía, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Holland, Noregur, Pólland , Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Sviss.
Dvöl í allt að sex mánuði
Ríkisborgari EES/EFTA-ríkis getur dvalið hér á landi án dvalarleyfis í allt að þrjá mánuði frá komu eða dvalið í allt að sex mánuði í atvinnuleit.
EES/EFTA ríkisborgari sem ætlar að vinna á Íslandi í skemur en 6 mánuði þarf að hafa samband við Skattinn til að sækja um kerfiskennitölu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Þjóðskrár.
Lengri dvöl
Sá sem hyggst dvelja lengur á Íslandi skal skrá lögheimili sitt hjá Þjóðskrá. Upplýsingar um hvers kyns kringumstæður má finna á heimasíðu Þjóðskrár.
Breskir ríkisborgarar
Breskir ríkisborgarar í Evrópu eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (á ensku hjá Institute for Government).
Upplýsingar fyrir breska ríkisborgara (Útlendingastofnun).