Hoppa í meginmál
Elections

Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar eru kosningar til íslensku löggjafarsamkomunnar sem kallast Alþingi, en á Alþingi sitja 63 þingmenn. Alþingkosningar eru að jafnaði haldnar á fjögurra ára fresti nema þing sé óvænt rofið fyrir lok kjörtímabilsins. Það er eitthvað sem gerðist nýlega.

Við hvetjum alla, með kosningarétt á Íslandi, til að nýta sér þann rétt.

Næstu alþingiskosningar verða 30. nóvember 2024.

Á Íslandi ríkir lýðræði og þar er mjög mikil kosningaþátttaka.

Vonandi, með því að veita fólki af erlendum uppruna frekari upplýsingar um kosningarnar og þér um kosningarétt þinn, gerum við öllum kleift að taka þátt í lýðræðinu hér á Íslandi.

Hver getur kosið og hvar?

Kosningarétt hafa allir íslenskir ​​ríkisborgarar, 18 ára og eldri, sem átt hafa lögheimili á Íslandi. Ef þú hefur búið erlendis lengur en í 8 ár þarft þú að sækja sérstaklega um að fá að kjósa.

Hér getur þú skoðað kjörskrána og flett upp hvar þú átt að kjósa með því að slá inn kennitöluna þína.

Hægt er að kjósa fyrir kjördag ef kjósandi getur ekki kosið á kjördag í sínum kjörstað. Upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu má finna hér.

Kjósendur geta fengið aðstoð við atkvæðagreiðslu. Þeir þurfa ekki að gefa upp neinar ástæður fyrir því. Kjósandi getur komið með sína eigin aðstoðarmanneskju eða fengið aðstoð starfsfólks á kjörstað. Lestu meira um þetta hér.

Allir, sem hafa kosningarétt á Íslandi, eru hvattir til að nýta sér þann rétt.

Hvað ert þú að kjósa?

63 þingmenn eru á Alþingi og eru þeir valdir af framboðslistum sem stjórnmálaflokkarnir leggja fram. Frá árinu 2003 hefur landinu verið skipt upp í sex kjördæmi.

Hver stjórnmálaflokkur býður fram lista af fólki sem þú getur kosið. Flestir flokkar eru með lista í öllum sex kjördæmunum en ekki alltaf allir. Nú er til dæmis einn flokkurinn aðeins með lista í einu kjördæmi.

Stjórnmálaflokkarnir

Að þessu sinni eru 11 flokkar sem bjóða fram. Við hvetjum þig til að leita upplýsinga um stefnu þeirra. Vonandi finnur þú framboðslista sem endurspeglar best skoðanir þínar og framtíðarsýn á Íslandi.

Hér fyrir neðan listum við upp alla 11 stjórnmálaflokkana og tengla á vefsíður þeirra.

Vefsíður sem eru á ensku, pólsku og íslensku:

Vefsíður sem eru eingöngu á íslensku:

Hér má finna alla lista og frambjóðendur flokkanna. (PDF)

Ganglegir hlekkir

Á Íslandi ríkir lýðræði og þar er mjög mikil kosningaþátttaka.