Alþingiskosningar 2024
Alþingiskosningar eru kosningar til íslensku löggjafarsamkomunnar sem kallast Alþingi, en á Alþingi sitja 63 þingmenn. Alþingkosningar eru að jafnaði haldnar á fjögurra ára fresti nema þing sé óvænt rofið fyrir lok kjörtímabilsins. Það er eitthvað sem gerðist nýlega. Við hvetjum alla, með kosningarétt á Íslandi, til að nýta sér þann rétt. Næstu alþingiskosningar verða 30. nóvember 2024. Á Íslandi ríkir lýðræði og þar er mjög mikil kosningaþátttaka. Vonandi, með því að veita fólki af erlendum uppruna frekari upplýsingar um kosningarnar og þér um kosningarétt þinn, gerum við öllum kleift að taka þátt í lýðræðinu hér á Íslandi.
Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og innflytjendaráð auglýsa eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarverkefni og efla rannsóknir á sviði málefna innflytjenda með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Við val verkefna sem hljóta styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála árið 2024 verður áhersla lögð á verkefni sem efla lýðræðislega þátttöku, vinna gegn fordómum og efla færni í notkun íslensku í samskiptum. Óskað er eftir umsóknum um verkefni sem ná til: Vinnu gegn fordómum, haturstjáningu, ofbeldi og margþættri mismunun. Virkar notkunar tungumáls í gegnum félagslega viðburði til stuðnings við hefðbundið tungumálanám. Áhersla er lögð á verkefni fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri og fyrir fullorðið fólk. Þátttöku innflytjenda og innlendra á jafningjagrunni, m.a. með því að stuðla að virkri lýðræðisþátttöku jafnt í félagasamtökum sem og stjórnmálum. Félags- og hagsmunasamtök innflytjenda eru sérstaklega hvött til þess að sækja um.
Ráðgjafaþjónusta
Ertu nýflutt/ur til Íslands eða enn að aðlagast? Við getum orðið að liði. Hafðu samband í gegnum netspjallið, hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst. Við tölum íslensku, ensku, pólsku, úkraínsku, spænsku, arabísku, ítölsku, eistnesku, frönsku, þýsku og rússnesku.
Íslenskunám
Kunnátta í íslensku hjálpar innflytjendum að aðlagast samfélaginu og eykur atvinnumöguleika. Flestir innflytjendur á Íslandi eiga rétt á stuðningi til að fjármagna íslenskukennslu, til dæmis með námsstyrk frá stéttarfélagi, styrk frá Vinnumálastofnun fyrir atvinnuleitendur eða í gegnum félagsþjónustu fyrir þá sem þiggja fjárhagsaðstoð. Ef þú ert ekki í vinnu skaltu hafa samband við félagsþjónustuna eða Vinnumálastofnun til að kanna hvernig þú getur fengið aðstoð til að læra íslensku.
Um Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar
Markmið Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar (MCC) er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur. Á þessu vefsvæði eru veittar upplýsingar um ýmsa þætti daglegs lífs, stjórnsýslu á Íslandi, um flutning til og frá Íslandi og margt fleira.
Útgefið efni
Hér má finna allskyns útgefið efni frá Fjölmenningarsetri. Notið efnisyfirlitið til að sjá hvað er í boði.