Hoppa í meginmál
Samgöngur

Létt bifhjól (Flokkur II)

Létt bifhjól (Flokkur II)

  • Ökutæki sem fara ekki yfir 45 km / klst.
  • Ökumaður þarf að vera 15 ára eða eldri og hafa leyfi af gerð B (fyrir venjulega bíla) eða AM leyfi.
  • Hjálmur er skylda fyrir ökumann og farþega.
  • Ætti aðeins að keyra um akvegi.
  • Barn sjö ára eða yngra sem er farþegi skal sitja í sérstöku sæti sem ætlað er í þeim tilgangi.
  • Barn eldra en sjö ára þarf að geta náð fótstuðningspedölum, eða vera í sérstöku sæti.
  • Þarf að vera skráð og tryggt.

Skilgreining

Létt bifhjól í flokki II eru tveggja, þriggja eða fjögurra hjóla vélknúin ökutæki sem fara ekki yfir 45 km/klst.

Lesa má meira um létt bifhjól í flokki I og II hér á vef Samgöngustofu.

Ökumenn

Ökumaður þarf að vera 15 ára eða eldri og hafa leyfi af gerð B (fyrir venjulega bíla) eða AM leyfi.

Farþegar

Ökumaður þarf að vera 20 ára eða eldri til að mega aka með farþega. Það er aðeins leyfilegt á farartæki sem er framleitt og hannað til að geta verið með farþega og farþeginn þarf að sitja fyrir aftan ökumanninn. Barn sjö ára og yngra, sem er farþegi á bifhjóli, skal sitja í sérstöku sæti. Barn eldra en sjö ára þarf að geta náð niður á fótstuðningspedala eða vera í sérstöku sæti eins og áður var nefnt.

Hvar má aka?

Léttu bifhjól í flokki II skal eingöngu aka á vegum og umferðargötum, ekki gangstéttum, göngustígum fyrir gangandi eða hjólastígum.

Hjálmanotkun

Hjálmanotkun er skylda fyrir alla ökumenn og farþega léttra bifhjóla í flokki II sem og notkun hlífðarfatnaðar.

Tryggingar og skoðun

Létt bifhjól í flokki II þurfa að vera skráð, tryggð og skoðuð.

Upplýsingar um skráningu ökutækja.

Upplýsingar um skoðun ökutækja.

Upplýsingar um tryggingar ökutækja.

Gagnlegir hlekkir

Til að aka léttu bifhjóli í flokki II þarf ökumaður að vera 15 ára eða eldri.