Ég vil vinna á Íslandi
Þeir sem ætla að vinna á Íslandi þurfa að hafa kennitölu. Þeir sem eru ekki frá EES/EFTA-ríki þurfa einnig að hafa dvalarleyfi.
Allir sem búa á Íslandi eru skráðir í Þjóðskrá og hefur verið úthlutað kennitölu. Lestu meira um kennitölur.
Er kennitala nauðsynleg ef ég ætla að vinna?
Til að vinna á Íslandi þarf að hafa kennitölu. Ef þú ert ekki frá EES/EFTA-ríki þarftu líka að hafa dvalarleyfi. Nánari upplýsingar eru hér að neðan.
Allir sem búa á Íslandi eru skráðir í Þjóðskrá og eru með kennitölu.
Langtímavegabréfsáritun vegna fjarvinnu
Einstaklingar í fjarvinnu nýta upplýsingatækni til að vinna fyrir starfsstöð erlendis. Starfsmenn í fjarvinnu geta sótt um langtímavegabréfsáritun í allt að 180 daga. Þeir sem hafa slíkar vegabréfsáritanir fá ekki úthlutað íslenskri kennitölu.
Lestu meira um langtíma vegabréfsáritanir vegna fjarvinnu hér.
Skilyrði dvalarleyfis vegna atvinnu
Nauðsynlegt skilyrði fyrir dvalarleyfi vegna atvinnu er að atvinnuleyfi hafi verið veitt af Vinnumálastofnun. Upplýsingar um atvinnuleyfi er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar.
Ráðningar erlendra ríkisborgara
Atvinnurekandi sem hyggst ráða erlendan starfsmann frá ríki utan EES/EFTA svæðisins skal senda umsókn um atvinnuleyfi til Útlendingastofnunar ásamt öllum nauðsynlegum fylgigögnum.
Gagnlegir hlekkir
- Kennitölur
- Rafræn skilríki
- Langtímavegabréfsáritun vegna fjarvinnu
- Um atvinnuleyfi - Vinnumálastofnun
- Dvalarleyfi vegna atvinnu
- Schengen-samstarfið
Þú þarft að hafa kennitölu til að vinna á Íslandi.