Hoppa í meginmál
Fyrir atvinnurekendur

Inngilding og fjölmenning á vinnumarkaði

Launuð atvinna er helsta tekjulind flestra. Vinnumarkaður sem stuðlar að inngildingu og jöfnum tækifærum óháð uppruna er lykilatriði í að tryggja vöxt og jafnrétti í samfélaginu.

Fjórar meginreglur

Fjögur meginatriði tryggja inngildingu á vinnumarkaði: Aðgangur, sanngirni, vernd og rödd. Þessi atriði eru nánar skilgreind hér að neðan:

Aðgangur: Einstaklingar eiga að hafa aðgang að atvinnutækifærum. Í stórum dráttum ætti aðgengi einstaklings að tilteknum störfum og atvinnugreinum að byggjast á getu hans til að sinna þeim verkefnum sem tengjast starfseminni en ekki félagslegum eða lýðfræðilegum þáttum eins og aldri, kynþætti, kyni eða trúarbrögðum. Þetta þýðir ekki aðeins aðgengi að sérstökum störfum heldur einnig að náms- og þróunarmöguleikum. Ef vinnuumhverfið er fjandsamlegt ákveðnum hópum starfsmanna, þá ber að líta á það sem hindrun sem takmarkar aðgang.

Sanngirni:  Verðlauna ætti starfsmenn eingöngu á grundvelli framlags þeirra, þ.e. jöfn laun fyrir sömu vinnu, óháð aldri, kynþætti, kyni eða trúarbrögðum. Þannig ætti einstaklingur ekki að fá minna en hann verðskuldar miðað við framleiðni.

Vernd: Vinnumarkaðurinn á að veita jafna vernd gegn mismunun, að einstaklingar séu upplýstir um réttindi sín og að ákveðnar tryggingarráðstafanir séu fyrir hendi til að tryggja bætur vegna launataps eða fjarveru frá vinnumarkaði (atvinnuleysislífeyrir, veikindaleyfi, fæðingarorlof). Viðbótarvernd nær fram að ganga með virku eftirliti og aðgengi að aðstoð ef einhver misnotkun á sér stað á vinnumarkaði (mansal).

Rödd: allir starfsmenn ættu að hafa rödd í því ferli að ákvarða reglur og venjur á vinnustað. Formlegir kjarasamningar eru ein leið en starfsmenn geta einnig haft rödd án formlegs fulltrúa á sviðum sem tengjast þróun ferla, vinnuáætlana eða félagslegra atburða á vinnustað þeirra. Að auki ættu starfsmenn að ákvarða framfarir sínar og þróun á vinnustaðnum, til dæmis með starfsþróunarsamtali við stjórnendur og með því að taka þátt í þróunar-  og símenntunaráætlunum starfsfólks.

Lög sem banna mismun á vinnumarkaði

Árið 2018 samþykkti Alþingi lög sem banna mismunun á vinnumarkaði. Lögin leggja klárt bann við allri mismunun fólks á vinnumarkaði, hvort heldur sem er beinni eða óbeinni, á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Slíkt bann við mismun er lykill að því að tryggja virka þátttöku sem flestra á vinnumarkaði. Hægt er að  segja að atvinnuþátttaka ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og fátækt.  

Samstarfsverkefni tengd fjölmenningu og inngildingu á vinnumarkaði

Fjölmenningarsetur hefur sinnt fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við stefnugerð, ásamt að taka þátt í samstarfsverkefnum sem varða inngildingu og fjölmenningu á öllum sviðum þjóðfélagsins. Á vinnumarkaði hafa einstaka fyrirtæki leitað til stofnunarinnar og hefur starfsfólk hennar lagt sig fram við að veita faglega ráðgjöf.

Dæmi um samstarf í þessu tilliti:

Markmið samstarfsverkefna er að styðja atvinnurekendur í faglegri móttöku, stefnumörkun og greiningu á fjölmenningarlegum þáttum sem varða vinnuumhverfi og starfsmannahald þar sem fólk með fjölbreyttan bakgrunn starfar saman.

Ítarefni

Gagnlegir hlekkir