Hoppa í meginmál
Persónuleg málefni

Að missa ástvin

Við lát fjölskyldumeðlims eða náins vinar markar þáttaskil í lífi ástvina þeirra. Sorg er eðlileg viðbrögð en jafnframt ein af erfiðustu tilfinningunum sem við upplifum.

Andlát getur borið skyndilega að eða haft langan aðdraganda, og viðbrögð þeirra sem eftir lifa geta verið afar mismunandi og einstaklingsbundin.

Death certificate

  • Andlát skal tilkynnt til sýslumanns eins fljótt og auðið er.
  • Læknir hins látna skoðar líkið og skrifar dánarvottorð.
  • Næst hafa aðstandendur samband við prest, fulltrúa trúfélags/lífsskoðunarfélags eða útfararstjóra sem leiðbeinir þeim varðandi næstu skref.
  • Dánarvottorð er tilkynning um andlát einstaklings. Á vottorðinu er tiltekinn dánardagur og dánarstaður auk hjúskaparstöðu við andlát. Vottorðið er gefið út af Þjóðskrá Íslands.
  • Dánarvottorð fæst á sjúkrahúsi þar sem hinn látni lést eða hjá lækni sem annast hefur hinn látna, og er afhent maka eða öðrum nánum aðstandanda.

Líkflutningur innanlands og utan

  • Útfararstofur geta séð um flutning á líki frá einum landshluta til annars.
  • Ef flytja á látinn einstakling úr landi ber nánustu aðstandendum að leggja dánarvottorð til sýslumanns í því lögsagnarumdæmi sem viðkomandi lést.

Hagnýtar upplýsingar

  • Látið aðra fjölskyldumeðlimi og vini vita af andlátinu eins fljótt og auðið er.
  • Virðið óskir hins látna, ef einhverjar eru, varðandi útförina og hafðu samband við prest, fulltrúa trúfélags/lífsskoðunarfélags útfararstjóra til að fá frekari upplýsingar og leiðbeiningar.
  • Dánarvottorð skal sækja hjá spítala eða lækni og skilað til sýslumanns sem veitir skriflega staðfestingu. Þessi staðfesting er nauðsynleg svo hægt sé að halda útför.
  • Hafið í huga að þið gætuð átt rétt á útfararbótum frá sveitarfélagi, tryggingarfélagi eða verkalýðsfélagi hins látna.
  • Hafið samband við fjölmiðla með góðum fyrirvara ef auglýsa á útförina opinberlega.

Sorg

Sorgarmiðstöð er samstarfsverkefni  grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu. Miðstöðin sinnir fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð syrgjenda.

Þar er boðið upp á ýmis konar samkomur og þjónustu fyrir þá sem hafa misst ástvin.

Gagnlegir hlekkir

Við lát fjölskyldumeðlims eða náins vinar markar þáttaskil í lífi ástvina þeirra. Á slíkum tímamótum er að mörgu að huga og gott að vita hvar hægt er að leita að stuðningi.