Hvernig geta Norðurlönd stuðlað betur að samþættingu á vinnumarkaði meðal innflytjendamæðra og -feðra?
Foreldrahlutverkið er talið eitt af mest gefandi verkefnum í lífinu. Hins vegar getur stundum verið erfitt að koma út á vinnumarkaðinn sem foreldri. Þetta á sérstaklega við um marga kvenkyns innflytjendur. Hvernig geta Norðurlöndin nýtt betur færni og þekkingu innflytjenda sem eru foreldrar? Hvernig getum við náð til bæði mæðra og feðra?
Á þessari ráðstefnu koma saman sérfræðingar til að kynna nýjar rannsóknir og ýmis dæmi um hagnýtar lausnir frá Norðurlöndunum. Saman deilum við reynslu og könnum tækifæri til að bæta atvinnu meðal innflytjendamæðra og -feðra – hvort tveggja þegar kemur að stefnu sem og framkvæmd.
Taktu daginn frá og vertu með í Stokkhólmi 11.–12. desember.
Hægt er að hafa samband beint við eftirfarandi aðila til að fá nánari upplýsingar um ráðstefnuna:
Anna-Maria Mosekilde, Project Officer, Nordic Council of Ministers
Kaisa Kepsu, Senior Adviser, Nordic Welfare Centre