Hoppa í meginmál
Heilbrigðiskerfið

Íþróttir & tómstundir barna og ungmenna

Líkamleg virkni stuðlar að auknu heilbrigði barna og ungmenna, hvort tveggja líkamlegu og andlegu. Tónlist og listir almennt eru einnig mjög af hinu góða.

Að stunda íþróttir og annað tómstundastarf dregur úr líkum á því að börn og ungmenni taki upp ósækilega hegðun og athafnir.

Að vera virkur hjálpar

Það er vitað að líkamleg hreyfing hjálpar börnum og ungmennum að halda góðri heilsu, bæði líkamlegri og andlegri. Þátttaka í íþróttum (úti eða inni) sem og útileikjum, það að vera virkur almennt, dregur úr líkum á því að börn og ungmenni taki upp ósækilega hegðun og athafnir.

Tónlist og listir almennt eru einnig mjög af hinu góða. Fyrir utan að þróa listhæfileika er þær gagnlegar þegar kemur að námi almennt og veita gleði og lífsfyllingu.

Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki við að hvetja börn sín til að vera virk líkamlega og andlega og lifa heilbrigðu lífi.

Sum sveitarfélög á Íslandi styðja foreldra þegar kemur að gjöldum sem tengjast þátttöku í ákveðnu íþrótta-, tómstunda- og ungmennafélagsstarfi.

Island.is fjallar meira um þetta efni á þessari upplýsingasíðu um Íþróttir og tómstundir barna og ungmenna.

Íþróttir fyrir börn - Upplýsingabæklingar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands hafa gefið út bækling um kosti þess að stunda skipulagðar íþróttir.

Upplýsingarnar í bæklingnum eru ætlaðar foreldrum barna af erlendum uppruna og markmiðið að fræða þau um kosti þess að börn þeirra taki þátt í skipulögðu íþróttastarfi.

Bæklingurinn er á tíu tungumálum og fjallar um ýmislegt er tengist íþróttastarfi barna og ungmenna:

Íslenska

Arabíska

Enska

Filipeyska

Litháíska

Pólska

Spænska

Tælenska

Úkraínska

Víetnamska

Annar bæklingur útgefinn af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fjallar um stefnu sambandsins í málum er varðar íþróttaiðkun barna.

Bæklingurinn er tiltækur á íslensku og ensku.

Á barnið þitt sína uppáhalds íþrótt?

Á barnið þitt sína uppáhalds íþrótt en veit ekki hvernig það á að fara að því að stunda hana? Skoðaðu myndbandið hér að ofan og lestu þennan upplýsingabækling.

Gagnlegir hlekkir