Hoppa í meginmál
Menntun

Menntakerfið

Á Íslandi hafa allir jafnan aðgang að menntun óháð kyni, búsetu, fötlun, fjárhagsstöðu, trúarbrögðum og menningarlegum eða efnahagslegum bakgrunni. Grunnnám fyrir börn á aldrinum 6-16 ára er gjaldfrjálst.

Námsstuðningur

Á öllum skólastigum á Íslandi er boðið upp á stuðning og/eða námsleiðir fyrir börn sem skilja litla eða enga íslensku. Börn og ungmenni sem upplifa námsörðugleika vegna fötlunar og félagslegra, andlegra eða tilfinningalegra vandamála eiga einnig rétt á námsstuðningi.

Menntakerfi á fjórum stigum

Íslenska menntakerfið skiptist í fjögur stig sem eru leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli og háskóli.

Mennta- og barnamálaráðuneytið ber ábyrgð á framkvæmd laga um skólastig frá leik- og grunnskóla til framhaldsskóla. Á þeirra könnu eru meðal annars þau verkefni að búa til námskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, setja reglugerðir og skipuleggja umbætur í menntamálum.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið ber ábyrgð á háskólanámi. Endurmenntun og fullorðinsfræðsla heyrir undir mismunandi ráðuneyti.

Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga

Leikskóla- og grunnskólanám er á ábyrgð sveitarfélaga en ríkið ber ábyrgð á rekstri framhaldsskóla og háskólastofnana.

Menntun hér á landi hefur jafnan verið veitt af hinu opinbera en þó er ákveðinn fjöldi einkarekinna skóla starfræktur í dag, einkum á leikskóla, framhaldsskóla- og háskólastigi.

Fræðast má meira um þetta hér.

Jafnt aðgengi að menntun

Hér hafa allir jafnan aðgang að menntun óháð kyni, búsetu, fötlun, fjárhagsstöðu, trúarbrögðum og menningarlegum eða efnahagslegum bakgrunni.

Flestir skólar á Íslandi eru fjármagnaðir af hinu opinbera. Sumir skólar setja skilyrði fyrir inngöngu og takmarka þannig innritun.

Háskólar, framhaldsskólar og endurmenntunarskólar bjóða upp á mismunandi nám á ýmsum sviðum og starfsgreinum sem gerir nemendum kleift að taka einstaka kennslustundir áður en þeir skuldbinda sig til langtímanáms.

Fjarnám

Flestir háskólar og nokkrir framhaldsskólar bjóða upp á fjarnám, og það sama á við um endurmenntunarstofnanir og símenntunarstöðvar á landsbyggðinni. Þetta hjálpar til við að auka aðgengi að menntun fyrir alla.

Fjöltyngd börn og fjölskyldur

Nemendum með annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað mikið í íslensku skólakerfi undanfarin ár.

Íslenskir skólar eru stöðugt að þróa nýjar aðferðir til að kenna íslensku bæði sem móðurmál og annað mál. Öll skólastig bjóða upp á námsstuðning og/eða námsleiðir fyrir börn sem skilja litla eða enga íslensku.

Til að finna upplýsingar um hvaða námsbrautir eru í boði er hægt að hafa samband við skólann sem barnið stundar/mun stunda nám eða hafa samband við menntasvið í sveitarfélaginu.

Móðurmál er sjálfboðaliðasamtök fyrir fjöltyngda nemendur sem hafa boðið upp á kennslu á yfir tuttugu tungumálum fyrir fjöltyngd börn síðan 1994. Sjálfboðaliðar, kennarar og foreldrar bjóða upp á námskeið í tungumála- og menningarkennslu utan hefðbundins skólatíma. Það er mismunandi frá ári til árs hvaða tungumál er boðið upp á og hvar kennt er.

Tungumálatorg er einnig góð upplýsingaveita fyrir fjöltyngdar fjölskyldur.

Lesum saman er fræðsluverkefni sem gagnast fólki og fjölskyldum sem eru að læra íslensku. Það styður við langtímaaðlögun nemenda með lestri.

„Við erum stolt af því að Lesum saman er lausn sem bætir ekki aðeins árangur nemenda og eykur velferð fjölskyldunnar heldur gagnast einnig skólum og íslensku samfélagi í heild.“

Nánari upplýsingar um Lesum saman verkefnið má finna hér.

Gagnlegir hlekkir

Á Íslandi er skyldunám fyrir börn á aldrinum 6-16 ára gjaldfrjálst.