Hoppa í meginmál
Endurgreiðsla til sveitarfélaga

Endurgreiðsla - 15. grein

Íslenska ríkið endurgreiðir sveitarfélögum tiltekinn kostnað vegna fjárhagsaðstoðar og þjónustu sem veitt er íbúum af erlendum uppruna og koma utan EES/EFTA-svæðisins en hafa átt lögheimili á landinu í tvö ár eða skemur.

Einnig erlendum ríkisborgurum án lögheimilis sem hafa lent í þeim sérstökum aðstæðum eiga ekki möguleika á yfirgefa landið framfleyta sér án aðstoðar íslenskra stjórnvalda.

ÞJÓNUSTUGÁTT

Endurgreiðslan á sér stað á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sbr. og í samræmi við reglur nr. 520/2021.

Heimild í lögum

Endurgreiðsla er heimil vegna 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sbr. og í samræmi við reglugerð nr. 520/2021, „Reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, þegar sérstaklega stendur á, til erlendra ríkisborgara og endurgreiðslu vegna fjárhagsaðstoðar úr ríkissjóði.

Endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna sérstakra aðstæðna

Endurgreiðsla tekur til erlendra ríkisborgara, án lögheimilis á Íslandi, sem falla undir skilmála sem skilgreindir eru í rg. nr. 520/2021 sem sérstakar aðstæður og eiga ekki möguleika á að yfirgefa landið eða framfleyta sér á meðan þeir eru á Íslandi nema með aðstoð íslenskra stjórnvalda. Fólk sem þarf á aðstoð að halda og fellur undir það sem skilgreint er sem sérstakar aðstæður í reglunum, geta óskað eftir takmarkaðri fjárhagsaðstoð frá félagsþjónustu í því sveitarfélagi sem það er búsett í. 

Félagsráðgjafi á vegum sveitarfélags metur þörf fyrir aðstoð og kannar möguleika á aðstoð frá ríkisborgararíki viðkomandi, eða öðru stuðningsneti sbr. 5. grein reglnanna. Hægt er að sækja um endurgreiðslu úr ríkissjóði í gegnum réttindasvið Vinnumálastofnunar. Fulltrúi réttindasviðs metur umsóknina og veitir sveitarfélaginu ráðgjöf og leiðbeiningar um afgreiðslu málsins. Umsókn um endurgreiðslu er samþykkt að uppfylltum skilgreindum skilyrðum.

Aðgangur að eyðublaðinu fæst með því að skrá sig inn í þjónustugátt með rafrænum skilríkjum.

Leiðbeiningar vegna vinnslu umsókna er að finna hér neðar á síðunni undir Leiðbeiningar, kynningar og eyðblöð

Endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna aðstoðar við fjölskyldusameiningu flóttamanna

Flóttamenn með lágar tekjur geta fengið stuðning vegna fjölskyldusameiningar samkvæmt viðmiðunarreglum flóttamannanefndar um móttöku og aðstoð við hópa flóttamanna  (2013) og leiðbeiningareglna fyrir  sveitarfélög um móttökuþjónustu og aðstoð við félagslega þáttöku flóttafólks (maí 2014). Aðstoð lýtur að endurgreiðslu fyrir hundraðshluta af flugmiðum og kostnaði við fyrstu læknisskoðun. 

Frekari upplýsingar um fjölskyldusameiningu fyrir flóttafólk er að finna hér á heimasíðu okkar. 

 Skilmálar fyrir endurgreiðslu til sveitarfélaga vegna aðstoð við fjölskyldusameiningu flóttafólks eru eftirfarandi: 

  • Endurgreiðsla allt að 75% af flugfargjaldi er ákveðin ef flóttamaður uppfyllir skilyrði um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.  
  • Endurgreiðslan nær eingöngu til einstaklinga sem þegar tilheyra kjarnafjölskyldu flóttamanns.  
  • Umsókn um sameiningu við kjarnafjölskyldumeðlim skal skila til Útlendingastofnunar innan tveggja ára frá því að fyrsta dvalarleyfi er veitt.  
  • Einungis er hægt að veita styrk ef Útlendingastofnun hefur samþykkt umsókn um dvalarleyfi á grundvelli framangreindrar fjölskyldusameiningar. 
  • Vegna kostnaðar við fyrstu læknisskoðun, sem nauðsynlegur er vegna heilbrigðisvottorðs sem Útlendingastofnun krefst svo að hægt sé að gefa út dvalarleyfi fyrir kjarnafjölskyldumeðlimi, eru endurgreiðslur veittar ef flóttamaður uppfyllir skilyrði um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

Flóttamaður sækir sjálfur um endurgreiðslu fyrir  allt að 75% af flugfargjaldi og/eða læknisskoðunarkostnaði til sveitarfélagsins. Sveitarfélagið aflar nauðsynlegra upplýsinga og ákvarðar hvort öll nauðsynleg skilyrði, þar á meðal yfirlýsing um að umsækjandi uppfylli skilyrði um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

Þegar öllum skilyrðum er fullnægt getur fulltrúi sveitarfélagsins fyllt út stafrænu umsóknina um endurgreiðslu vegna aðstoðar við fjölskyldusameiningar hér í umsóknargátt réttindasviðs Vinnumálastofnunar, ásamt því að skila inn öllum nauðsynlegum skjölum. Réttindasvið Vinnumálastofnunar sendir sveitarfélaginu formlega tilkynningu um samþykki í öllum tilfellum, séu kröfur uppfylltar.

Leiðbeiningar, kynningar og eyðublöð

Fræðslumyndbönd

Ef spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið 15gr.umsokn@vmst.is