Mat á fyrri menntun
Viðurkenning á hæfni og að fá menntun viðurkennda getur bætt möguleika og stöðu á vinnumarkaði og skilað sér í hærri launum.
Til þess að menntun þín verði metin og viðurkennd á Íslandi þarft þú að leggja fram fullnægjandi gögn til staðfestingar.
Mat á fyrra námi og starfsréttindi
Til að fá fyrra nám metið og viðurkennt á Íslandi þarf að leggja fram fullnægjandi skjöl sem staðfesta námið, þar með talið afrit af prófskírteinum, ásamt þýðingum löggiltra þýðenda. Skjöl og þýðingar á ensku eða norræna tungu eru samþykktar.
ENIC/NARIC á Íslandi framkvæmir mat á námi og starfsréttindum sem aflað var erlendis. Þar eru einstaklingum, háskólum, starfsmönnum, fagfélögum og öðrum hagsmunaaðilum veittar upplýsingar um hæfni, menntun og matsferli. Á vefsíðu ENIC/NARIC má finna frekari upplýsingar.
Skjöl þurfa að sýna eftirfarandi:
- Námsfög sem stund var lögð á ásamt lengd náms í árum, mánuðum og vikum.
- Starfsþjálfun, ef slíkt var hluti af náminu.
- Starfsreynsla.
- Starfsréttindin sem námsgráðan veitir.
Mat á fyrra námi
Viðurkenning á færni og menntun og hæfi er lykilatriði þegar kemur að því að styðja hreyfanleika og tækifæri allra til náms og starfa hvar sem er á EES-svæðinu. Europass er fyrir þá sem vilja skjalfesta nám sitt og reynslu innan Evrópulandanna. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Matið felst í því að ákvarða stöðu prófsins í landinu þar sem það var veitt og bera það saman við hæfni í íslenska menntakerfinu. Þjónusta ENIC / NARIC Iceland er ókeypis.
Starfs- og fagréttindi
Erlendir ríkisborgarar sem flytja til Íslands og ætla að starfa í geira þar sem þeir hafa fagmenntun, þjálfun og starfsreynslu verða að tryggja að erlend starfsréttindi séu gild á Íslandi.
Starfsréttindi frá Norðurlöndum eða EES löndum gilda almennt á Íslandi, en viðkomandi starfsmenn gætu þurft sérstaka vinnuheimild.
Þeir sem menntaðir eru í löndum utan EES þurfa yfirleitt að hafa hæfi sitt og réttindi metin á Íslandi. Einungis starfsgreinar sem eru viðurkenndar af íslenskum yfirvöldum geta hlotið samþykkt.
Ef menntun þín fellur ekki undir viðurkennda starfsgreinar er það á ábyrgð vinnuveitandans að ákveða hvort hún uppfylli ráðningarskilyrði. Mismunandi er hvar umsóknir um starfsréttindi eru metnar eftir því hvort umsækjandi kemur frá EES eða ekki EES-landi.
Mat á hæfni eftir ráðuneytum
Tiltekin ráðuneyti og sveitarfélög bera ábyrgð á mat á hæfni á þeim sviðum sem þau starfa.
Hér má finna lista yfir ráðuneyti landsins.
Sveitarfélög landsins má finna á þessu korti
Störf í þessum atvinnugreinum eru oft auglýst á vefsíðum sínum eða á Alfred.is og lista yfir sérstök réttindi, starfsreynslu og kröfur sem gerðar eru.
Hér má finna lista af starfsgreinum, þar með talið hvaða ráðuneyti hefur umsjón með hæfnismati.
Starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður eða menntaður og getur unnið sem slíkur? Hefur þú áhuga á að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður á Íslandi?
Til að fá frekari upplýsingar um þetta, kíktu á þessu síðu.
Gagnlegir hlekkir
- ENIC/NARIC á Íslandi
- Mat á námi og starfsréttindum - Europass
- Listi yfir ráðuneyti
- Listi yfir sveitarfélög
- Atvinnuleit - Alfred.is
- Listi yfir starfsgreinar
- Upplýsingar um atvinnu
- Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks
Viðurkenning á hæfni og að fá menntun viðurkennda getur bætt möguleika og stöðu á vinnumarkaði og skilað sér í hærri launum.