Úttekt OECD um málefni innflytjenda á Íslandi
Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þrátt fyrir mjög mikla atvinnuþátttöku er vaxandi atvinnuleysi meðal innflytjenda áhyggjuefni. Inngilding innflytjenda þarf að vera ofar á stefnuskránni.
Úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi var kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum, 4. sept. Upptöku af fundinum má sjá hér á vefsíðu Vísis. Glærur af blaðamannafundinum má finna hér.
Áhugaverðar staðreyndir
Í úttekt OECD er bent á ýmsar áhugaverðar staðreyndir varðandi innflytjendamál á Íslandi. Þar á meðal eru eftirfarandi:
- Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD.
- Innflytjendur á Íslandi eru tiltölulega einsleitur hópur í samanburði við stöðuna í öðrum löndum, um 80% þeirra koma frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
- Hlutfall fólks sem kemur frá ríkjum EES og sest að á Íslandi, virðist hærra hér en í mörgum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu.
- Stefna og aðgerðir stjórnvalda á sviði innflytjendamála hefur hingað til aðallega beinst að flóttafólki.
- Atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi er sú hæsta meðal OECD ríkjanna og jafnvel hærri en hjá innfæddum á Íslandi.
- Lítill munur er á atvinnuþátttöku innflytjenda á Íslandi eftir því hvort þeir koma frá ríkjum EES eða ekki. En vaxandi atvinnuleysi meðal innflytjenda vekur áhyggjur.
- Kunnátta og hæfni innflytjenda er oft ekki nógu vel nýtt. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda á Íslandi vinnur störf sem krefjast minni hæfni en þeir búa yfir.
- Tungumálakunnátta innflytjenda er léleg í alþjóðlegum samanburði. Hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu er lægst hér á landi á meðal OECD ríkjanna.
- Útgjöld til kennslu í íslensku fyrir fullorðna er talsvert lægri en í samanburðarríkjum.
- Tæplega helmingur innflytjenda sem átt hefur í erfiðleikum með að fá vinnu á Íslandi nefnir skort á íslenskukunnáttu sem aðalástæðu.
- Mikil fylgni er á milli góðrar færni í íslensku og starfstækifæra á vinnumarkaði sem hæfa menntun og reynslu.
- Námsárangur barna sem fædd eru á Íslandi en eiga foreldra með erlendan bakgrunn er áhyggjuefni. Meira en helmingi þeirra gengur illa í PISA-könnuninni.
- Börn innflytjenda þurfa íslenskustuðning í skóla sem byggir á kerfisbundnu og samræmdu mati á tungumálakunnáttu þeirra. Slíkt mat er ekki til staðar á Íslandi í dag.
Meðal tillagna að úrbótum
OECD hefur komið með ýmsar ráðleggingar um aðgerðir til úrbóta. Nokkrar af þeim má sjá hér:
- Huga þarf meira að innflytjendum frá EES-svæðinu, enda eru þeir stór meirihluti innflytjenda á Íslandi.
- Inngilding innflytjenda þarf að vera ofar á stefnuskránni.
- Bæta þarf gagnasöfnun varðandi innflytjendur á Íslandi svo hægt sé að meta betur aðstæður þeirra.
- Bæta þarf gæði íslenskukennslu og auka umfang hennar.
- Nýta þarf betur menntun og færni innflytjenda á vinnumarkaði.
- Taka þarf á mismunun gagnvart innflytjendum.
- Innleiða þarf kerfisbundið mat á tungumálakunnáttu barna innflytjenda.
Tilurð skýrslunnar
Það var í desember 2022 sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fór þess á leit við OECD, að framkvæma greiningu og stöðumat í málefnum innflytjenda á Íslandi. Það er í fyrsta skipti sem slík greining er gerð af OECD í málaflokknum á Íslandi.
Greiningin var hugsuð til að styðja við mótun fyrstu heildstæðu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Samstarfið við OECD hefur verið stór þáttur í mótun stefnunnar.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að nú þegar Ísland vinni að sinni fyrstu heildstæðu stefnu í málefnum innlytjenda sé „mikilvægt og dýrmætt að fá augu OECD á málaflokkinn. Ráðherra lagði áhersu á að þessi óháða úttekt yfðri framkvæmd af OECD enda sé stofnunin afar reynslumikil í þesssum málaflokki. Ráðherrann segir það „brýnt að horfa á viðfangsefnið í alþjólegu samhengi“ og að úttektin muni nýtast vel.
Fréttir sem tengjast þessu máli á vef Stjórnarráðsins
Skýrsla OECD í heild sinni
Skýrslu OECD, má finna hér í heild sinni.
Skills and Labour Market Integration of Immigrants and their Children in Iceland
Áhugaverðir hlekkir
- Að búa á Íslandi
- Að flytja til Íslands
- OECD skýrsla um málefni innflytjenda á Íslandi
- Skýrslan kynnt á blaðamannafundi
- Kynningarglærur - Blaðamannafundur um skýrslu OECD
- Stefnumótun í málefnum innflyutjenda - Stjórnarráðið
- Ný úttekt OECD um innflytjendur - Stjórnarráðið
- Vinnumálastofnun
- Upplýsingaveitur fyrir innflytjendur - island.is
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD.