Hoppa í meginmál
Húsnæði

Fasteignakaup

Fasteignakaup eru bæði langtímafjárfesting og skuldbinding.

Hér geturðu lesið þér til um leiðir til að fjármagna fasteignakaup, hvernig söluferlið gengur fyrir sig og  aflað þér upplýsinga um ástand eignarinnar sem þú hefur áhuga á.

Kaupferlið

Ferlið við að kaupa fasteign má skipta niður í fjögur skref:

  • Mat á lánshæfiseinkunn
  • Kauptilboð
  • Umsókn um húsnæðislán
  • Kaupferli

Greiðslumat

Allir fasteignakaupendur þurfa að gangast í gegnum greiðslumat til að meta greiðslugetu og hversu hátt lán þeir geta tekið áður en banki eða fjármálalánastofnun samþykkir fasteignalán. Margir bankar bjóða upp á fasteignalánsreiknivél á vefsíðum sínum til að gefa væntanlegaum kaupendum hugmynd um greiðslugetu og upphæð fasteignaláns áður en greiðslumat fer fram.

Greiðslumat byggir á tekjum, reglulegum útgjöldum og skuldum og því gætirðu þurft að skila inn fyrri launaseðlum, nýjustu skattskýrslu og sýna fram á að þú hafir fé til útborgunar. Þú þarft einnig að tilkynna allar þínar fjárhagslegu skuldbindingar og sýna fram á getu þína til að greiða lánið.

Kauptilboð

Hér á landi er einstaklingum heimilt að annast tilboðs- og kaupferli á fasteignum á eigin vegum samkvæmt lögum. Það er þó að mörgu að hyggja, þar á meðal lagaleg atriði varðandi kjör og meðferð á háum fjárhæðum. Flestir kjósa að láta fagmann sjá um ferlið. Aðeins löggiltir fasteignasali og lögfræðingar mega hafa milligöngu um fasteignaviðskipti. Gjöld fyrir slíka þjónustu eru mismunandi.

Kauptilboð er lagalega bindandi samningur. Þegar tilboð er gert er ráðlegt að hafa aflað sér nauðsynlegra upplýsinga um ástand og raunverulegt verðmæti fasteignarinnar. Seljanda er skylt að veita ítarlegar upplýsingar um ástand eignar og tryggja að sölu- og kynningarefni sé í samræmi við raunverulegt ástand eignar.

Listi yfir löggilta fasteignasala á vefsíðu sýslumanns.

Umsókn um fasteignalán

Hægt er að sækja um fasteignalán í bönkum og öðrum fjármálastofnunum. Til þess að fá fasteignalán þarf að gangast undir greiðslumat og leggja fram samþykkt og undirritað kauptilboð.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gefur út lán til kaupa á fasteignum.

HMS:

Borgartún 21
105 Reykjavík
Sími: (+354) 440 6400
Netfang: hms@hms.is

Íslenskir bankar gefa út lán til kaupa á fasteignum. Hægt er að kynna sér skilyrðin nánar á heimasíðum bankanna eða með því að hafa samband við þjónustufulltrúa í síma eða útibúi.

Arion banki

Íslandsbanki

Landsbankinn

Sparisjóðurinn

Samanburður húsnæðislána á Aurbjörgu

Einnig er hægt að sækja um fasteignalán hjá lífeyrissjóðum. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðum þeirra.

Fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð á Íslandi er hægt að leggja viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst í útborgun og mánaðarlegar greiðslur, skattfrjálst. Lestu meira hér.

Hlutdeildarlán eru ný lausn fyrir þá sem eru með lágar tekjur eða takmarkaðar eignir. Lestu um hlutdeildarlán hér.

Leitin að fasteign

Fasteignasölur auglýsa í öllum helstu dagblöðum og til eru margar vefsíður þar sem hægt er að leita að fasteignum til sölu. Auglýsingar innihalda yfirleitt helstu upplýsingar um eignina sjálfa og verðmæti hennar. Hafa skal samband við fasteignasölur til að fá frekari upplýsingar um stöðu eignarinnar.

Fasteignaleitin á DV

Fasteignavefur MBL.is (hægt er að leita á ensku, pólsku og íslensku)

Fasteignavefur – Visir.is

Lögfræðiaðstoð

Nokkrir aðilar bjóða upp á gjaldfrjálsa lögfræðiaðstoð.

Hægt er að lesa um ókeypis lögfræðiaðstoð hér.

Gagnlegir hlekkir

Fasteignakaup eru bæði langtímafjárfesting og skuldbinding.