Hoppa í meginmál
Túlkun

Réttur á túlkaþjónustu

Sem innflytjandi gætirðu þurft á aðstoð túlka að halda.

Innflytjendur eiga rétt á að fá túlk vegna heilbrigðisþjónustu, samskipta við lögreglu og dómstóla.

Viðkomandi stofnun á að greiða fyrir túlkinn.

Innflytjendur og túlkar

Sem innflytjandi gætir þú þurft á aðstoð túlka að halda. Innflytjendur eiga rétt á að fá túlka vegna heilbrigðisþjónustu, samskipta við lögreglu og dómstóla. Viðkomandi stofnun á að greiða fyrir túlkinn en þú þarf sjálf/ur að óska eftir túlki fyrirfram. Ekki vera hrædd/ur við að láta vita að þú þurfir þessa þjónustu, þú átt rétt á henni.

Túlkar geta verið nauðsynlegir í fleiri tilfellum, t.d. þegar fjallað er um hluti sem tengjast skólum eða öðrum þjónustuveitendum.

Réttur þinn sem sjúklingur

Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga eiga sjúklingar sem ekki tala íslensku, rétt á túlkun upplýsinga um heilsufar sitt, fyrirhugaðar meðferðir og önnur möguleg úrræði.

Ef þú þarft túlk ættir þú að gefa það til kynna þegar þú pantar tíma hjá lækni á heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi.

Viðkomandi heilsugæslustöð eða sjúkrahús mun ákveða hvort hún greiðir fyrir þjónustu túlksins eða ekki.

Túlkun fyrir dómstólum

Þeir sem ekki tala íslensku eða hafa ekki náð fullum tökum á málinu, eiga samkvæmt lögum rétt á gjaldfrjálsri túlkun í dómsmálum.

Túlkun í öðrum tilfellum

Í mörgum tilfellum er fenginn túlkur til að túlka samskipti við félagsþjónustu sveitarfélaga, stéttarfélög, lögreglu og fyrirtæki.

Aðstoð túlka er oft nýtt í leik- og grunnskólum, t.d. í foreldraviðtölum.

Viðkomandi stofnun sér almennt um að bóka túlk og greiða fyrir þjónustuna. Sama á við þegar félagsþjónusta krefst túlkunar.

Kostnaður og annað mikilvægt

Það að fá túlk sér til aðstoðar er ekki alltaf að kostnaðarlausu. Því er gott að kanna hvað gildir hjá viðkomandi stofnun eða fyrirtæki varðandi greiðsluþátttöku.

Þegar óskað er eftir þjónustu túlks þarf að tilgreina tungumál viðkomandi þar sem ekki nægir alltaf að tilgreina upprunaland.

Fólki er heimilt að hafna þjónustu túlks.

Túlkar eru bundnir trúnaði í störfum sínum.

Gagnlegir hlekkir

Túlkar eru bundnir trúnaði í störfum sínum